Í ljósi COVID-19 smita nú í vikunni má segja að staðan hér á landi sé varhugaverð og því hafa Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis ákveðið að boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 15. júlí klukkan 11.
Síðasti upplýsingafundur var 27. maí síðastliðinn.
Á fundinum fara þeir félagar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víði Reynisson yfirlögregluþjóni almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi síðastliðna daga.
Ekki hefur verið ákveðið hvort fleiri fundir verða haldnir í framhaldi af þessum fundi.
Fimm smit greindust innanlands í gær og voru allir utan sóttkví við greiningu. Þrír þessara aðila voru fullbólusettir en hinir tveir ekki bólusettir að fullu.