fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Hvers vegna fá þessi fimm kröfubréf frá Ingó og Villa?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hefur Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður gripið til aðgerða fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar, Ingós veðurguðs, vegna birtinga nafnlausra ásakana á hendur Ingó um kynferðislega áreitni sem og vegna ummæla um tónlistarmanninn á netinu.

Annars vegar hefur birting hinna nafnlausu ásakana á vefsvæði baráttuhópsins Öfga á samfélagsmiðlinum Tiktok verið kærð til lögreglu og hins vegar eru fimm aðilar að fá send kröfubréf frá Vilhjálmi vegna málsins. Kæran beinist ekki að baráttuhópnum heldur að þeim einstaklingum sem standa á bak við nafnlausu sögurnar um Ingó. Er þarna stuðst við C-lið 242. greinar almennra hegningarlaga en þar segir: „Hafi ærumeiðandi aðdróttun verið borin fram skriflega, en annaðhvort nafnlaust eða með rangri eða tilbúinni undirskrift, skal brotið sæta … 1) ákæru, ef sá krefst þess, sem misgert var við.“ –  Samkvæmt 236. grein hegningarlaganna getur „ærumeiðandi aðdróttun“ sem birt er opinberlega varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.

Kröfubréfin sem send eru á fimm einstaklinga vegna máls Ingós geta ekki verið undanfari sakamáls líkt og kæran til lögreglu heldur einkamála. Í slíkum málum eru gerðar kröfur um ómerkingu ummæla og skaðabætur. Einstaklingarnir fimm eru Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV; Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu; Ólöf Tara Harðardóttir hjá baráttuhópnum Öfgum, Edda Falak áhrifavaldur og Sindri Þór Hilmars- Sigríðarson, markaðsstjóri hjá Tjarnarbíó og aktívisti.

Sú spurning vaknar hvers vegna áðurnefndir blaðamenn og fjölmiðlar fá kröfubréf en ekki aðrir en greint var frá ásökununum og fluttar fjölmargar fréttir þeim tengdar í öllum fjölmiðlum. Aðspurður um þetta segir Vilhjálmur í örstuttu spjalli við DV í að ástæðan sé sú að í fréttum þeirra Erlu Dóru og Kristlínar hafi reynslusögurnar verið endurbirtar 0rðrétt. „DV og Fbl. birta nafnlausu sögurnar og fella þannig ábyrgð á þeim á höfund fréttarinnar,“ segir Vilhjálmur.

Fjölmargir hafa tjáð sig um mál Ingós á samfélagsmiðlum en ekki liggur fyrir hvers vegna þau Edda, Ólöf Tara og Sindri Þór eru útvalin til að fá send kröfubréf. Þó liggur fyrir að Edda hefur margsinnis sakað landsþekktan tónlistarmann um að hafa nauðgað sér er hún var 17 ára, hún hefur ekki nafngreint þann meinta geranda en hefur vísað til Ingós undir rós með orðaleikjum um titil á lagi hans.

Ólöf Tara hefur rétt eins og aðrir í baráttuhópnum Öfgar tjáð sig um mál Ingós en ekki liggur fyrir hvers vegna hennar tjáning þykir ámælisverðari í augum lögmannsins og Ingós en tjáning annarra, né hvaða ummæli Sindra Þórs eru tilefni kröfubréfs. Vilhjálmur hefur ekki svarað spurningum DV um þetta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“