fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Fimm greindir smitaðir í gær þar af þrír fullbólusettir – Búist við að á annað hundrað þurfi í sóttkví

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær greindust fimm einstaklingar smitaðir af COVID-19 hér innanlands. Allir fimm voru utan sóttkvíar.

Þrír þeirra eru fullbólusettir og tveir ekki bólusettir að fullu. Smitrakning stendur nú yfir og líklegt að á annað hundrað muni þurfa að fara í sóttkví vegna smitanna.

Samkvæmt tilkynningu almannavarna er ljóst að samfélagslegt smit er til staðar á landinu og því mikilvægt að allir fari varlega á næstu dögum og vikum – líka þeir sem bólusettir eru.

„Það er ljóst að það er samfélagslegt smit á landinu og því er gríðarlega mikilvægt að allir fari varlega á næstu dögum og vikum, líka þeir sem eru bólusettir því augljóst er að þeir aðilar geta áfram smitast af COVID-19. Sérstaklega er mikilvægt að farið sé varlega í umgengni við viðkvæma einstaklinga sem gætu veikst alvarlega af COVID-19 jafnvel þó að þeir séu bólusettir.  Þau smit sem hafa komið upp undanfarna daga hafa tengingar við skemmtanalífið, stóra fjölskyldu- og vinaviðburði.  Almannavarnir hvetja alla til að halda áfram að passa upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir og fara í sýnatöku við minnstu einkenni, bæði bólusettir einstaklingar og óbólusettir.“

Almannavarnir minna einnig á rakningarappið sem getur hjálpað rakningarteyminu að rekja smit og segja má að sé í lykilhlutverki núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld