fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Magnús stýrir Brekkusöngnum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í ágúst.

Þetta kemur frama í tilkynningu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu. Þar segir:

„Magnús hefur um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador samhliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um landið við hin ýmsu tilefni og meðal annars komið fram á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016.“

Til stóð að tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) sæi um Brekkusönginn en hann var afbókaður eftir að umræða fór af stað um meint brot Ingólfs gegn konum. Sú ákvörðun hefur vakið mikla athygli. Meðal annars barst Þjóðhátíðarnefnd undirskriftalisti um 1600 einstaklinga sem kröfðust þess að Ingó yrði endurráðinn. Nú er ljóst að ekkert verður af slíku og hefur Magnúsi verið falið verkið.

Landsmönnum sem ekki leggja leið sýna til Vestmannaeyja geta fylgst með Brekkusöngnum í gegnum lifandi streymi í gegnum netið eða með myndlyklum Vodafone og Símans. Verð fyrir netstreymi er 2.900 og 3.400 fyrir myndlykla. Hægt er að kaupa sér aðgang hér.

Þeir listamenn sem búið er að tilkynna að komi fram á hátíðinni eru:

Bríet – Aron Can – FM95Blö – DJ Muscleboy – Emmsjé Gauti – Aldamóta tónleikarnir – Cell 7 – Herra Hnetusmjör – Jóhanna Guðrún – Bandmenn – Stuðlabandið

Fleiri listamenn verða svo kynntir í lok vikunnar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“