fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Var svo ölvaður á Kótelettunni að hann var handtekinn og lenti í hjartastoppi

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 14:22

Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem skemmti sér á bæjarhátíðinni Kótelettunni sem fram fór á Selfossi um helgina fór í öndunarstopp. Aðfaranótt sunnudags hafði einstaklingurinn verið yfirbugaður af dyravörðum á hátíðarsvæðinu vegna ölvunar og óspekta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Hann var handtekinn í kjölfarið og færður í fangageymslu, þar kastaði hann upp og fór í framhaldinu fór hann í öndunarstopp. Endurlífgunaraðgerðir hófust af lögreglumönnum og hjúkrunarfræðingi og komst hann fljótlega til meðvitundar.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en er nú útskrifaður þaðan, heill heilsu.

Atvik þetta verður tilkynnt til Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Í tilkynningunni segir að það sé vegna þess hve alvarlegt það er. Sá sem ritar tilkynninguna tekur fram að hann haldi að lögreglumenn og hjúkrunarfræðingur hafi bjargað lífi mannsins:

„Það er mat þess er þetta ritar að lögreglumenn og nærstaddur hjúkrunarfræðingur hafi, með árvekni sinni og skjótum og fumlausum viðbrögðum, bjargað lífi mannsins.“

Einnig kemur fram að fjórar líkamsárásir hafi verið tilkynntar til lögreglu um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“