fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Ingó eingöngu bókaður í lokaða viðburði núna – „Þeir sem hafa afbókað þurfa að svara því eftir réttum leiðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júlí 2021 15:01

Ingólfur Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tek að mér gigg þar sem ég er bókaður. Þeir sem hafa afbókað þurfa að svara því eftir réttum leiðum,“ segir Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, í stuttu spjalli við DV, en hann hefur verið afbókaður á marga viðburði í sumar eftir að baráttuhópurinn Öfgar birti 20 nafnlausar reynslusögur um meinta kynferðislega áreitni hans.

Ingó hefur látið í skína að lögsóknir séu í undirbúningi, bæði gegn þeim sem kunna að hafa farið fram úr sér í samfélagsumræðu um hann sem og þá aðila sem rift hafa samningum við hann um tónleikahald.

Aðspurður segist Ingó eingöngu vera bókaður í lokuð verkefni, þ.e. einkasamkvæmi en ekki opna viðburði. Hann segist ekki hafa mikið að gera.

Vísir.is fór yfir hvaða verkefni Ingó hefur misst undanfarið vegna umræðunnar. Staðfestir Ingó í samtali við Vísi að hann hafi verið afbókaður af mörgum tónleikum og hátíðum og hætt var við áform um framhald sjónvarpsþáttarins „Í kvöld er gigg“ á Stöð 2. Tekjutap tónlistarmannsins, sem átti líklega vinsælasta dægurlag síðasta sumars, „Í kvöld er gigg“, er því mjög mikið. Eins og alþjóð veit afbókaði Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja hann úr brekkusöngnum sem hann átti að stýra í ár eins og undanfarin ár.

„Það á enn eftir að koma í ljós hvernig það endar. En ég fer bara rétta leið með þetta mál,“ segir Ingó í við Vísir.is. Segist hann halda utan um öll verkefni sem hafa verið afbókuð.

Ingó ætlar að halda sínu striki og segist vera tilbúinn að spila fyrir þá sem bóka hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík