fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Mikill fjöldi líkamsárása í gær og í nótt – Kastaði blómapotti í lögreglubifreið

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 07:50

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar djammarar landsins fylltu miðbæinn. Þónokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.  Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Hlíðahverfi og örfáum mínútum síðar barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í miðbænum.

Það var ekki eina líkamsárás kvöldsins en rúmlega hálf tvö var tilkynnt um aðra slíka í miðbænum og stuttu fyrir það varð önnur líkamsárás í Kópavogi. Fyrr um daginn hafði lögreglu einnig borist tilkynningar um líkamsárásir í Hafnarfirði og Árbæ.

Rétt fyrir klukkan hálf fimm í nótt var einstaklingur handtekinn í miðbænum en hann var í annarlegu ástandi. Hann kastaði blómapott í lögreglubifreið og var vistaður í fangaklefa.

Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi rákust bifreið og rafskúta saman og lentu farartækin í smávegis tjóni en ökumenn fundu ekki fyrir eymslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“