fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Margir minnast Þórunnar Egilsdóttur – „Það var gott og öruggt að fylgja og njóta leiðsagnar hennar“

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 16:00

Þórunn Egilsdóttir Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bárust fregnir af andláti þingmannsins Þórunnar Egilsdóttur en hún hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið. Hún hafði sagt sig frá þingstörfum í janúar í ár þegar hún greindist aftur með krabbamein eftir að hafa sigrast á því.

Þórunn sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi og hóf þingstörf árið 2013. Var hún á tímabili 1. varaforseti og var um tíma þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún sat í hinum ýmsu nefndum innan þingsins og var hún um tíma formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins.

Þórunnar verður sárt saknað og voru þeir ófáir sem minntust hennar á samfélagsmiðlum í gær. Nokkrir gamlir samstarfsfélagar hennar skrifuðu falleg orð og ljóst að Þórunn var vinamikil.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að í baráttu Þórunnar við krabbameinið hafi hún náð að sýna alla sína helstu kosti, þar á meðal eldmóðinn og æðruleysið.

„Þórunn var vel gefin og stór kona með hugsjónir og húmor. Hún bar af og naut virðingar við sín störf, alltaf á vaktinni, alltaf til staðar og gat leitt saman ólík sjónarmið. Því er ég þakklát að fá að tipla með henni stíginn um stund,“ skrifaði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Það eru ekki einungis flokkssystkini Þórunnar sem munu sakna hennar á Alþingi þar sem hún var þekkt fyrir að vera með eindæmum góð sál og tók vel á móti öllum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var stödd á Austurlandi þegar henni bárust fregnir af andláti Þórunnar en þær hittust þar oft þegar Katrín var á ferðalagi um landshlutann þar sem Þórunn bjó þar. Hún segir Þórunni hafa verið kjarnakona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína