Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi þingflokksformaður er látinn. Aðstandendur greina frá þessu.
Þórunn greindi frá því í lok árs 2020 að hún hefði greinst aftur með krabbamein og fór því í veikindaleyfi frá þingmennsku. Hún varð fyrst þingmaður árið 2013 og leiddi hún lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir seinustu Alþingiskosningar.
Þórunn lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. DV vottar aðstandendum samúð sína.