fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

„Þett­a á eft­ir að koma aft­ur. Það er bara tím­a­spurs­mál“

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 10:00

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að annar faraldur muni koma upp seinna og að það sé einungis tímaspursmál hvenær. Hann segir ómögulegt að segja hvort það verði kórónuveirufaraldur en ljóst sé að annar heimsfaraldur inflúensu muni koma enda koma þeir reglulega.

Þórólfur var í viðtali við Fréttablaðið á dögunum og ræddi um margt og mikið, þar á meðal hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn hér á landi. Hann þakkar stjórnmálamönnum fyrir gott starf.

„Það er mik­ið lán fyr­ir okk­ur á Ís­land­i að hafa þess­a stjórn­mál­a­menn sem stýr­a þess­um mál­um, þau gerð­u sér fljótt grein fyr­ir því út á hvað þett­a gekk og hvað­a að­gerð­um best væri að beit­a. Það var þeirr­a með­vit­að­a á­kvörð­un að hafa þett­a svon­a og ég held að það hafi geng­ið á­gæt­leg­a,“ segir Þórólfur og vill meina að samstarf stjórnvalda og þríeykisins hafi gengið vel.

Fyrir faraldurinn var Þórólfur ekki frægasti maðurinn á Íslandi en það gæti hafa breyst á þessu eina og hálfa ári. Hann vill þó meina að hann sé ekki upptekinn af frægðinni.

„Þett­a plag­ar mig ekki mik­ið. Ég hef bara kom­ið fram með það sem ég veit og get og þekk­i og finnst. Ég hef reynt að vera heill og sann­ur í því. Ég hef ekki ver­ið að setj­a mig í sér­stak­ar stell­ing­ar hvað það varð­ar enda er það bara mjög erf­itt í þess­u að gera það,“ segir hann.

Það gengur vel að bólusetja íslensku þjóðina og komum við ansi vel út úr faraldrinum ef við erum borin saman við aðrar þjóðir. Það má virkilega þakka Þórólfi fyrir gott starf og hver veit hvar við værum án hans.

Viðtalið við Þórólf má lesa í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“