Vegagerðin tilkynnti í kvöld að veginum um Vatnsskarð væri lokað vegna umferðarslyss.
Vísir greinir einnig frá þessu og segir ástæðuna vera alelda bíl sem er á veginum. Í frétt Vísis birtist einnig myndband af vettvangi sem sýnir bílinn í ljósum logum. Það myndband má sjá hér að neðan:
Rúv fjallar einnig um málið, en í frétt þeirra um málið kemur fram að tveir slökkviliðsbílar séu á vettvangi og talið sé að engin sé um borð í bílnum.