Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld í bifreið í Árbæ. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang. Þegar þangað var komið kom í ljós að ekki var um eld að ræða heldur reyk frá útblásturskerfi bifreiðarinnar.
Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt, engin slys á fólki.
Klukkan eitt var maður handtekinn við skemmtistað í miðborginni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu en hann var í annarlegu ástandi og hafði látið öllum illum látum utan við skemmtistaðinn.
Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Einn þeirra ók léttbifhjóli. Hann ók gegn rauðu ljósi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar sem náði honum þó að lokum.