fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Biðjast afsökunar á myndbandinu: „Við sjáum það nú að hér var um ræða atriði sem fór augljóslega yfir þessi mörk“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 00:16

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur beðist afsökunar á myndbandi sem sýnt var á Þorrablóti á vegum félagsins árið 2018. DV hefur fjallað um málið, en áhrifavaldurinn Kara Kristel opnaði sig um það á miðvikudag. Í myndbandinu var gert svæsið og niðurlægjandi grín að henni sem varð til þess að hún flutti frá Borgarnesi.

Frekar má lesa um málið hér: Kara flutti frá Borgarnesi eftir að niðurlægjandi myndband var sýnt á Þorrablóti

Afsökunarbeiðni Skallagríms birtist á Facebook-síðu félagsins. Þar kemur fram að markmiðið með myndbandinu hafi verið að skemmta, en ekki valda vanlíðan. Nú sé ljóst að umrætt myndband hafi farið yfir ákveðin mörk, og á því biðst félagið afsökunar.

Einnig er tekið fram að leikararnir sem léku í myndbandinu hafi ekki komið að hugmynda- eða handritsvinnu, og að yfirleitt hafi verið leitað eftir samþykki hjá þeim einstaklingum sem eru til umfjöllunar í myndböndum sem þessu.

Þá segir að í ljósi atviksins verði skipulag við skemmtanir á vegum deildarinnar skoðaðir með það að markmiði að atvik sem þetta eigi sér ekki aftur stað.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Í ljósi umræðu um atriði sem var hluti af myndbandi á þorrablóti Körfuknattleiksdeildar Skallagríms 2018 vilja aðstandendur þorrablóts og framleiðendur myndbandsins árið 2018 biðja alla hlutaðeigendur einlæglega afsökunar.

Tilgangur með skemmtun eins og þessari er að gera upp árið í annáll og á að vera öllum til skemmtunar. Háð og spé á skemmtunum eins og þessum á aldrei verða til þess að valda einstaklingum vanlíða. Við sjáum það nú að hér var um ræða atriði sem fór augljóslega yfir þessi mörk. Þorrablótsnefnd 2018 hefur þegar haft samband við hlutaðeigandi og beðist afsökunar.

Þá telja aðstandendur mikilvægt að fram komi að leikarar sem voru fengnir, áttu enga aðkomu að hugmyndavinnu og handriti. Ávallt hefur verið leitast við að fá samþykki hjá viðkomandi einstaklingum sem fjallað er um í þorrablótsmyndbandinu og aðilum kynnt efni höfunda.

Körfuknattleiksdeild Skallagríms mun í ljósi þessa atviks yfirfara verkferlar og skipulag við skemmtanir á vegum deildarinnar með þeim hætti að ekkert viðlíka geti aftur átt sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“
Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu