fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Ritstjóri Morgunblaðsins átti stóran hlut í skráðu félagi í lok árs – 112 milljóna króna virði á gengi dagsins í dag

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 20:30

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, átti í lok árs 2020 0,19 prósent hlut í tryggingafélaginu TM eða alls 1.439 milljón hluti að nafnvirði. Í nóvemberlok á síðasta ári var ákveðið að sameina Kviku banka, TM og fjármögnunarfyrirtækið Lykil með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnana. Það samþykki fékkst síðan í lok mars í ár og þar með rann sameiningin í gegn. Hluthafar TM fengu 55% hlut í sameinuðu félagi.

Að því gefnu að Davíð hafi enn verið hluthafi í TM þegar sameiningin gekk í gegn þá hefur hann fengið alls 4.679.142 hluti í Kviku banka. Miðað við núverandi gengi er sá hlutur rúmlega 112 milljóna króna virði.

Segja má að Davíð hafi verið afar útsjónarsamur að fjárfesta í hlutabréfum TM því sú ráðstöfun hefur skilað sér ríkulega til baka enda hefur sameinað félag hækkað mjög í virði. Í árslok 2019 átti hann 224 þúsund hluti að nafnvirði í TM en virðist hafa bætt við sig rúmlega 1,2 milljónum hluta á árinu 2020.

Davíð hefur ekki brugðist við fyrirspurn DV um hvernig hann tryggi að hagsmunir hans í Kviku hafi ekki áhrif á umfjöllun Morgunblaðsins um málefni félagsins.

Hávær umræða um hlutabréfaeign fjölmiðlamanna spratt upp á dögunum þegar Kjarninn greindi frá því að Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, ætti hluti í 13 skráðum hlutafélögum á markaði fyrir samtals 9 milljónir króna, mest í Arion banka eða 5 milljónir. Í fréttinni kom fram gagnrýni á að Hörður hefði þrátt fyrir eign sína fjallað um málefni fyrirtækjanna og því velt upp hvort að um brot á siðareglum Blaðamannafélagsins væri að ræða.

Í fimmtu grein siðareglna Blaðamannafélagsins stendur: Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Í áðurnefndri frétt Kjarnans vakti það talsverða athygli að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sagði að þessi regla gilti um hlutabréfaeign blaðamanna og að engu máli skipti hversu stóran hlut þeir eiga.

Hörður brást við fréttaflutningi Kjarnans með yfirlýsingu og vísaði vangaveltum um meint brot á siðareglum alfarið á bug enda væri ekkert minnst á hlutabréfaeign blaðamanna í siðareglunum. Þá lýsti hann furðu sinni á þeirri túlkun Sigríðar Daggar um að ekki væri gerður greinarmunur á því hvort að blaðamaður eða maki hans ætti örlítinn hlut í félagi eða verulegan hlut og jafnvel aðkomu að stjórn fyrirtækis.

Um sínar eigin fjárfestingar sagði Hörður að þær væru til langs tíma og að hann stundaði engin regluleg viðskipti með hlutabréf. Hlutabréfaeign hans væri því óveruleg og allir samstarfsmenn hans upplýstir um þessa hagsmuni hans.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“
Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu