Höskuldur Pétur Jónsson, aldraður, fyrrverandi byggingameistari og ábúandi að jörðinni Þúfukoti í Kjósarhreppi, hefur verið sakfelldur fyrir meiðyrði gegn Guðmundi Oddi Víðissyni, sem er virtur arkitekt á miðjum aldri og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins DAP ehf.
Ummælin lét Höskuldur falla í kommentakerfum vefmiðlanna frettabladid.is og Vísir.is sumarið 2020. Forsagan eru deilur á milli mannanna um landspildu á milli jarða þeirra. Mennirnir deila um eignarhald á 25 metra landspildu. Er gamli maðurinn var að girða á landspildunni sumarið 2020 kom sérveit Lögreglunnar á vettvang og handtók hann. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu og Vísir.is.
Í frétt Fréttblaðsins segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar frá Guðmundi um meinta ógnandi hegðun Höskuldar. Rætt var við hreppstjórann í Kjósarhreppi sem sagðist undrast vinnubrögð lögreglu í málinu.
Í kommentakerfum undir fréttum Vísis og Fréttablaðsins af málinu tók Höskuldur til óspilltra málanna og ritaði ýmist ummæli um Guðmund sem nú hafa verið dæmd dauð og ómerk. Eftirfarandi ummæli telur Héraðsdómur Reykjavíkur vera meiðyrði í skilningi laganna:
Það gerðist hér nú fyrir stuttu að Oddur nokkur Víðisson fyrrverandi formaður byggingarnefnda kjóshrepps sem var rekin vegna þess hanna gerði ekki mun á réttu
og röngu.
Hann Oddur Víðisson virðist stela vísvitandi, og ekki víla fyrir sér að blekja bæði Þjóðskrá og síslumann í Reykjavík […] með fölsuðum pappírum og skjalafalsi
og fölsun um að hann vaeri að vinna í umboði kjósahrepps sem formaður bygginganefndar.
Sem hann hefur ekki verið í að mynstakosti ár vegna vanraekslu í starfi sínu sem formaður bygginganefndar.
En enhvernveiginn hefur Oddur Víððisson getað falsað pappíra sem sína að hann sé starfsmaður kjósahrepps (þó svo hann hafi verið rekin frá hrepnum vegna vankunáttu sem formaður bygginganefndar)fengið númer þúfukots skráð hjá þjóðskrá (abygilega vinur Odds í vinnu þar siðlyndur mjög )og í framhaldi þinglýst
landinu sem sinni eign hjá vini sínum síslumanni í RVK.
Það gengur svona að vera vel tengdur og geta falsað pappíra si svona af því maður á góða að í stjórnsísluni.
Nú ber svo við að Oddi Víðissyni hefur tekist með skjalafalsi og ótrúlegri lýgi um að hann sér starfsmaður Kjósahrepps þar sem hann var leistur frá störfum vegna vafasamra gerða af hanns hálfu eða rekin ásamt vini sínu m Gunnari á haesnabúinu Felli hér í KJósahreppi tekist að sanfaera baeði síslumann og Þjóðskrá um að þetta
land sé hanns eign ,og því þinglýst af síslumanni RVK .
En á stundum setja þjófarnir blett á allan hreppin og erfit getur verið að þvo af sér sliðruorðið, eða þanneigin.
Það gengur svona ef hér vaða uppp sikópatar siðblyndir sem ljúga sanfaerand ,svo sanfaerandi að þeir geta fengið helakausan her manna til að ráðast á gamklann örkumla mann með skotvopn til reiðu ef gamli veitr einhverja móspirnu sem hann gerði ekki.
Höskuldur var dæmdur til að greiða Guðmundi 200 þúsund krónur í miskabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Ummælin kosta hann því eina milljón króna.
Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér