Tveir greindust með Covid frá því að tölur um smit voru uppfærðar síðast á Covid.is. Einn greindist á fimmtudag og annar á laugardag nú síðastliðna helgi. Hvorugur hinna smitaða var í sóttkví þegar smitið greindist.
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum sextán eða eldri eru nú fullbólusettir og bólusetning hafin hjá 13% til viðbótar. Þrátt fyrir einkar glæsilegan árangur í bólusetningum á heimsvísu, fjölgaði þeim sem sæta einangrun lítillega, og eru nú 28. Hins vegar fækkaði þeim sem voru í sóttkví, en þeir eru nú 80.
Einn er á sjúkrahúsi með Covid-19, og er sá fjöldi óbreyttur síðan fyrir helgi.