Á níunda tímanum í gærkvöldi bað íbúðareigandi í miðborginni um aðstoð lögreglu við að koma hústökufólki út úr íbúð hans. Fólkinu var vísað á brott.
Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var skorinn í andliti eftir átök í Bústaðahverfi. Meintur árásarmaður var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um rafskútuslys í Bústaðahverfi.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.