fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Innbrotsþjófar stálu bíllyklum og bíl – Ekið á ljósastaur – Hústökufólk í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 05:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Árbæ. Þjófarnir tóku lykla að bifreið sem stóð fyrir utan og óku á brott á henni. Á svipuðum tíma var tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar í Vogahverfi. Skömmu síðar var tilkynnt að bifreiðinni hefði verið ekið á ljósastaur. Tveir menn voru í bifreiðinni og voru þeir báðir í annarlegu ástandi. Þeir vildu ekki kannast við að hafa ekið bifreiðinni. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi bað íbúðareigandi í miðborginni um aðstoð lögreglu við að koma hústökufólki út úr íbúð hans. Fólkinu var vísað á brott.

Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var skorinn í andliti eftir átök í Bústaðahverfi. Meintur árásarmaður var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um rafskútuslys í Bústaðahverfi.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli