fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Braut rúðu í verslun – Líkamsárás í heimahúsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. júní 2021 06:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt að rúða hefði verið brotin í verslun í miðborginni. Rúðubrjóturinn gaf sig fram við lögregluna á vettvangi og vildi gera hreint fyrir sínum dyrum. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu. Í austanverðri borginni var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi um klukkan 23. Lögreglan ræddi við málsaðila.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Í Laugarneshverfi var tilkynnt um innbrot í geymslu síðdegis í gær og í Árbæ var tilkynnt um rúðubrot í bifreið á tólfta tímanum. Í miðborginni var tilkynnt um innbrot á tólfta tímanum.

Einn var handtekinn í vesturhluta borgarinnar í gærkvöldi en sá var talsvert ölvaður og er grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt og hótanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk