Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Í Laugarneshverfi var tilkynnt um innbrot í geymslu síðdegis í gær og í Árbæ var tilkynnt um rúðubrot í bifreið á tólfta tímanum. Í miðborginni var tilkynnt um innbrot á tólfta tímanum.
Einn var handtekinn í vesturhluta borgarinnar í gærkvöldi en sá var talsvert ölvaður og er grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt og hótanir.