fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Einn frægasti uppljóstrari allra tíma deilir frétt Stundarinnar – „Þetta eru endalokin“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. júní 2021 09:30

Edward Snowden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Snowden, einn frægasti uppljóstrari heims, deildi frétt Stundarinnar sem fjallar um Sigurð Inga Þórarinsson. Í fréttinni er vakin athygli á því að Sigurður, sem einnig er þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa logið í máli gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Sigurður Ingi er eitt af lykilvitnum í máli Bandaríska ríkisins gegn Julian Assange en Bandaríkin vilja fá hann framseldann til Bandaríkjanna, þar á hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi fyrir að leka leynilegum gögnum ríkisins í almenning. Sigurður sagði í samtali við blaðamann Stundarinnar að hann hafi logið í skýrslutöku vegna málsins.

Snowden deildi fréttinni á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er afar vinsæll þar, um 4,7 milljónir manna fylgja honum á miðlinum. Uppljóstrarinn er á þeirri skoðun að þessi frétt Stundarinnar tortími málinu gegn Assange. „Þetta eru endalokin í málinu gegn Julian Assange“ segir Snowden í færslunni. Það eru þó ekki allir á sama máli í athugasemdunum við færsluna, sumir segja að Snowden sé að bulla og aðrir segja að Assange verði aldrei frjáls.

„Það er verið að nota hann til að senda skilaboð til allra annarra sem hugsa um að leka leynilegum gögnum,“ segir til að mynda ein kona í athugasemdunum.

Deiling Snowden hefur vakið töluverða athygli á Twitter en um 21 þúsund manns hafa líkað við tístið og rúmlega 7 þúsund manns hefur deilt því áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna