fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var til vandræða

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. júní 2021 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og líklega allir Íslendingar vita þá voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar niður í gær. Margir höfðu eflaust áhyggjur af því að djammið myndi gera það að verkum að það yrði brjálað að gera hjá lögreglunni en ef miðað er við dagbók lögreglunnar þá var það ekki staðan. 

Aðeins eitt atvik tengist djamminu í miðbænum og átti það sér meira að segja stað fyrir miðnætti. Um kl 23 í gær óskuðu dyraverðir á skemmtistað í miðbænum eftir aðstoð vegna einstaklings sem var til vandræða. Einstaklingurinn var fjarlægður af staðnum og hélt sína leið eftir viðræður við lögreglu.

Þá voru alls 10 ökumenn stoppaðir af lögreglu vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Flestir ökumennirnir voru stöðvaðir í Mosfellsbæ eða fjórir talsins. Einn ökumaður var síðan stöðvaður fyrir að aka of hratt en sá ók á 114 km/klst hraða á svæði þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“