fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Dagur kynnir nýjar fréttir: Bensíndælum fækkar verulega í Reykjavík – Sjáðu hvaða bensínstöðvar fjúka og hvað kemur í staðinn

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 24. júní 2021 16:25

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í grænum fréttum er þetta helst: Borgarráð samþykkti í morgun samninga við þrjú stærstu olíufélögin um þriðjungs fækkun bensínstöðva í Reykjavík á næstu árum. Í staðinn koma íbúðir og hverfistengd þjónusta. Dælum fækkar um 33%.“

Svona hefst röð færslna sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, birti á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Í færslunum fer Dagur yfir það hvaða bensínstöðvar eru að fjúka og hvað mun koma í staðinn fyrir þær.

Dagur byrjar á að fara yfir það hvað mun gerast þar sem bensínstöð Skeljungs á Birkimelnum í Vesturbænum er í dag. Þar munu verða íbúðir með þjónustu á jarðhæð.

Bensínstöðin á Birkimelnum er ekki eina bensínstöðin í Vesturbænum sem mun taka pokann sinn. Útibú N1 á Ægissíðunni mun líka hverfa en þar verða einnig íbúðir. „Löngu tímabært að leggja af bensínsölu á þessum stað,“ segir Dagur.

Í Álfheimum mun bensínstöð Olís hverfa. Með brotthvarfi stöðvarinnar losnar pláss fyrir allt að 49 íbúðir á góðum stað í Reykjavík.

Bensínstöð Olís í Mjóddinni mun hverfa en í stað hennar koma 2 dælur og pláss til að þróa íbúðarhúsnæði á svæðinu.

ÓB bensínstöðin á Snorrabrautinni er á leiðinni í burtu en Dagur segir að í stað hennar muni rísa þar fallegt borgarhús.

Bensínstöð N1 á Hringbraut hefur lengi verið griðastaður ölvaðra menntaskólanema eftir menntaskólaböll sem haldin eru í Origo-höllinni. Svangir og fullir menntaskólanemar munu bráðlega þurfa að leita á önnur mið þegar dansleikjum lýkur þar sem N1 á Hringbraut er á brottleið.

N1 í Stóragerði er að syngja sína síðustu daga en bensínstöðin verður rifin og í stað hennar mun íbúðabyggð rísa á svæðinu.

N1 í Skógarseli fær að fjúka en á svæðinu verður reist íbúðabyggð. Þá verður hugsanlega matvöruverslun á hluta jarðhæðarinnar samkvæmt Degi.

Sömu söguna er að segja með bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð en þar eiga í staðinn að koma íbúðir auk atvinnuhúsnæðis.

Síðast en ekki síst þá mun bensínstöð Skeljungs við Suðurfell hverfa en lóðin mun skiptast í tvennt. Dagur segir að það skapi verulegt svæði fyrir uppbyggingu.

„Allir þessir samningar eru olíufélögunum til hróss. Saman erum við að feta okkur í átt að grænni framtíð með góðri borgarþróun. Borgin beitir samningum og grænum hvötum til að ná margþættum markmiðum: í loftslagsmálum, þéttingu byggðar, eflingu íbúðahverfa og bættum lífsgæðum,“ segir Dagur svo í lokin.

Einn netverji hefur áhyggjur af því að skortur verði á pumpum fyrir reiðhjóladekk þar sem þær eru á mörgum bensínstöðvum „Verður stöðvum til þess að pumpa í reiðhjóladekk komið upp í staðinn fyrir þær sem hverfa?“ spyr netverjinn. „Þeim þarf alla vega að fjölga,“ segir Dagur við spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð