fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Bubbi segir galið að taka tónlist Auðs úr spilun – Margir þekktir einstaklingar gagnrýna meðferðina á honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. júní 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætlaði ekki að blanda mér í þessa umræðu en mér er hætt að standa á sama; Auður fær ekki að spila með Bubba, rekinn frá Þjóðleikhúsinu og ekki spilaður lengur á útvarpsstöðvum. Hvað næst? Ætla Bónus og Dominos að loka á hann líka … eruð þið að reyna að drepa manninn?“ spyr myndlistarmaðurinn Jón Óskar á Facebook-síðu sinni.

Í kjölfar neikvæðrar umfjöllunar um tónlistarmanninn Auð virðist almenningsálitið hafa að einhverju leyti snúist honum í hag. Þekkt fólk á borð við Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, og fjölmiðlakonuna Sirrý Arnardóttur hefur gagnrýnt útbreitt atvinnubann Auðar, að ógleymdum Bubba Morthens.

Sjá einnig: Mikill meirihluti andvígur útvarpsbanni Auðar í könnun DV

Vikum saman hlóðst upp umræða á Twitter þar sem Auður, oft ekki undir nafni, var ásakaður um kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Engin kæra gegn honum hefur verið lögð fram, að því er best er vitað. Er Þjóðleikhúsið sagði listamanninum upp verkefni vegna þessarar umræðu færðist umfjöllunin yfir í fjölmiðla. Í kjölfarið var tónlist Auðs tekin úr spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins og þátttaka hans á tónleikum Bubba Morthens var felld niður.

Meðal þeirra sem taka þátt í umræðum undir færslu Jóns Óskars er lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson sem segir:

„Þetta er afleiðing þess þegar dómstóll götunnar tekur völdin og óttinn við hávaða hinna fáu sem telja sig útvalda og boðbera hins eina sannleika verður skynseminni yfirsterkari.“

Sirrý Arnardóttir segir: „Þetta er komið út fyrir skynsamleg mörk. Hættuleg svona dómharka og refsigleði.“

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, tekur einnig undir með Jóni Óskari: „Algjörlega sammála þér. Að taka tónlist hans úr spilun í þessu samhengi er bara galið að mínu mati – að maður tali nú ekki um hvers konar signal þetta er um það sem koma skal! Maður er eiginlega bara miður sín allan hringinn.“

Bubbi Morthens bendir á að Auður sjálfur hafi ákveðið að draga sig í hlé frá tónlistarflutningi. Hann segir þá ákvörðun útvarpsstöðvanna að hætta að spila tónlist Auðs hins vegar vera gjörsamlega galna: „Að útvarpsstöðvar takin hann úr spilun er svo gjörsamlega galið að mig skortir orð.“

Jakob Bjarnar: Grundvallaratriði að fólk sé ekki tekið af lífi án dóms og laga

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísir.is, blandar sér í umræðuna með pistli. Hann segist sjálfur, eins og Jón Óskar, ekki hafa ætlað að blanda sér í þessa umræðu en í því liggi stór vandi: Fólk sé hrætt við að tjá skoðanir sínar af ótta við hópefli á netinu. Jakob segir það vera grundvallaratriði að fólk sé ekki tekið af lífi án dóms og laga:

„Já, ég ætlaði líka að leyfa mér þann munað að láta þennan vagn fara hjá án þess að henda mér undir hann. Líka. En þar er auðvitað vandi, það þorir enginn að segja neitt nema nú þú. Sá er kannski stóri skaðinn, fólk er skelfingu lostið við þetta hópefli á netinu. Og hræddur maður hugsar varla heila hugsun. Þetta er auðvitað dómstóll götunnar, linching mob, samkvæmt skilgreiningu. Og það er búið að taka manninn gersamlega af lífi. Vonandi líður þá einhverjum betur en ég leyfi mér að efast um það.

Það liggur ekkert fyrir í þessu máli. Þegar ég segi að ekkert liggi fyrr þá meina ég er varðar refsivert athæfi. Ég þekki ekki þennan dreng og veit ekkert frekar en flestir um hans gjörðir og er því ekki að verja hann. Og það veit sá sem allt veit að ég fyrirlít nauðgara af öllu hjarta, leitt að þurfa að taka það fram; og hef reyndar sára reynslu, við fjölskyldan, og þurft að díla við afleiðingar af slíku ofbeldi.

En ég vil engu að síður verja það fundement réttarríkisins að hér sé fólk ekki tekið af lífi án dóms og laga. Fjörbaugsgarður, útskúfun, boycott – cancel-culture – opinber smánun eru refsingar sem voru við lýði á miðöldum en við hurfum frá því vegna þess að þær þóttu of ómanneskjulegar. Og skiluðu litlu öðru en verra samfélagi. Þetta er nú búið að taka upp aftur. Það er skelfilegt á að horfa. Þetta gýs alltaf upp aftur og aftur og af æ meira afli. Allar stofnanir samfélagsins og fyrirtæki eru á hnjánum gagnvart þessu; hver er ábyrgð þeirra?“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work