fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Seldi barnungum stúlkum fíkniefni og gaf einni þeirra amfetamín

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 13:13

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur fyrir að selja þremur stúlkum, 14 og 16 ára, kannabisefni, leyfa þeim að neyta kannabisefna á heimili sínu og gefa einni stúlkunni amfetamín á heimili sínu.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Austurlands þann 4. júní.

Þann 8. nóvember árið 2020 barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þess efnis að þessi tiltekni maður hefði selt þeim kannabisefni. Lögreglan ræddi við manninn í íbúð hans, þar var stæk kannabislykt og fíkniefni fundust á staðnum. Maðurinn var handtekinn og sími hans haldlagður.

Athugun leiddi í ljós að frá tímabilinu 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 óskyldir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning hans í 124 færslum, samtals upp á tæpar tvær milljónir króna. Einnig kom í ljós að maðurinn hafði sjálfur greitt tæpar 8 milljónir af reikningnum til annarra nafngreindra einstaklinga.

Framburður vitna renndi síðan stoðum undir þær fullyrðingar að maðurinn hefði selt þeim fíkniefni, en hann neitaði því. Héraðsdómur Austurlands fann hann sekan í málinu og var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“