fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Von á yfirlýsingu frá Auði vegna ásakananna – Markaðsefni með honum fjarlægt

Máni Snær Þorláksson, Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 7. júní 2021 16:17

Auður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður eins og hann er betur þekktur, hefur verið mikið í umræðunni á Twitter undanfarið en hann hefur óbeint verið sakaður um ofbeldi gegn konum. DV greindi frá ásökununum fyrr í dag en nú greinir mbl.is frá  því að von sé á yfirlýsingu frá tónlistarmanninum vegna málsins.

Sjá meira: Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Sem fyrr segir hefur mikið verið rætt um Auð á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga. Þar er hann sakaður um allt frá frelsissviptingu til kynlífs með stelpum undir lögaldri. Auðunn er sjálfur 28 ára gamall. Umræðan um Auð hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum í þó nokkurn tíma. Fyrst var hann ekki nafngreindur nema undir rós en nýlega hefur það færst í aukana að nafn hans sé nefnt.

Markaðsefni fjarlægt

Vísir.is hefur nú greint frá því Un Women á Íslandi sé búið að fjarlægja allt markaðsefni með Auði í kjölfar ásakananna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta á fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ sagði Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, um málið í samtali við Vísi.

„UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið

Bjóst ekki við þessu þegar hann kveikti sér í sígarettu – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus komið með sushi í verslanir

Bónus komið með sushi í verslanir