fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fréttir

Kona sem sakar eiginmann sinn um ofbeldi fær ekki skilnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. júní 2021 17:07

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms og neitaði konu sem sakað hefur eiginmann sinn um ofbeldi um lögskilnað, sem og skilnað að borði og sæng, sem var varakrafa konunnar.

Konan byggði kröfu sína um lögskilnað á því að maðurinn hefði beitt hana ofbeldi. Maðurinn hafnaði því að hafa beitt konuna ofbeldi og benti á að hún hefði ekki lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum, ekki vísað til lögregluskýrslna, ákæru, dóms eða annars sem sýni fram á að hann hafi beitt hana ofbeldi.

Samkvæmt fyrstu málsgrein 40. greinar hjúskaparlaga getur annað hjóna krafist lögskilnaðar hafi hitt orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti sem bitnar á makanum eða barni sem býr á heimilinu. „Af hálfu stefnanda hafa ekki verið lögð fram gögn þessu til stuðnings önnur en ljósmyndir sem hún kveður vera af áverkum sínum, en óljóst er hvenær þær voru teknar,“ segir í niðurstöðu Héraðdóms í málinu. Var niðurstaðan sú að hafna kröfu konunnar um lögskilnað, sem og varakröfunni um skilnað að borði og sæng.

Landsréttur var sama sinnis og úrskurðaði í dag, föstudaginn 4. júní, að dómur héraðsdóms skuli vera óraskaður. Konan losnar því ekki úr hjónabandinu.

Dóma héraðsdóms og Landsréttar í málinu má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“