Þrír greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær, þar af var einn þeirra utan sóttkvíar við greiningu. Einnig greindust þrjú smit á landamærunum.
211 eru í sóttkví og 44 í einangrun með virkt smit.
Nýgengi smita innanlands er nú 9,5 en á landamærum 2,7.