fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Skyldudvöl á sóttvarnarhóteli verður afnumin

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 21. maí 2021 12:55

Farsóttarhús stjórnvalda. mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin fundaði í morgun til að ræða afléttingar á sóttvarnarráðstöfunum. Á meðal þess sem var ákveðið var að afnema skyldudvöl á sóttvarnarhóteli fyrir þá sem koma hingað til landsins frá áhættusvæði.

Stjórnarráðið greindi frá þessu í tilkynningu sem send var út fyrr í dag. Reglugerðin um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamærin fellur þó ekki strax úr gildi en hún var framlengd til 15. júní. Þann 1. júní mun hins vegar ákvæðið sem varðar sóttvarnarhótelin.

„Það er gert vegna þess að nýgengi smita á landamærum hefur farið stöðugt lækkandi frá því að skyldudvöl á sóttvarnahúsi tók gildi,“ segir í tilkynningunni. „Þá hefur Evrópuríkjum fækkað á lista yfir hááhættusvæði. Notkun sóttvarnahúsa verður því færð í fyrra horf, það er fyrir einstaklinga sem gert er að sæta sóttkví og eiga ekki samastað á Íslandi eða geta af öðrum sökum ekki eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum.“

Þeir sem ekki hafa verið bólusettir þurfa ennþá að fara í tvöfalda skimun og vera í sóttkví á milli skimana, það er að segja í fimm daga. Bann við ónauðsynlegum ferðalögum frá skilgreindum hááhættusvæðum fellur líka úr gildi og litakóðunarkerfi sem átti að meta áhættu ferðalaga verður ekki tekið til notkunar.

„Það er gert þar sem nú er stefnt að því að aflétta hraðar aðgerðum á landamærum gagnvart öllum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim, en áður var talið unnt þar sem fjöldi bólusettra eykst hröðum skrefum. Við slíkar aðstæður er enginn ávinningur í því að taka upp litakóðakerfi í skamman tíma. Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna farar úr landi, hvort sem þar eru Íslendingar sem áætla ferðalög erlendis eða erlendir ferðamenn sem hafa dvalið á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna