fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Stríðið í háloftunum er hafið – Erlent lén Play vísar á keppinautinn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hiti virðist hlaupinn í samkeppni flugfélaganna tveggja strax á fyrsta starfsdegi flugfélagsins Play, sem í dag hóf að selja flugmiða til fjölmargra áfangastaða sem Íslendingar hafa verið duglegir að heimsækja í gegnum árin.

Óhætt er að segja að fæðing Play hafi gengið brösuglega, svona fyrst um sinn hið minnsta. Félagið lét fyrst á sér kræla árið 2019 og var vinnuheitið þá WAB air, sem átti að standa fyrir We Are Back og vísaði til þess að verið væri að reisa eitthvað á rústum WOW air, félags Skúla Mogensen sem varð gjaldþrota fyrr á því ári. Félagið komst svo langt að vera búið að tilkynna áfangastaði undir lok árs 2019.

Svo skall á Covid.

Faraldurinn setti metnaðarfullar áætlanir Play-manna á salt um sinn og voru væntingarnar litlar um að eitthvað yrði úr áætlunum félagsins þegar faraldurinn stóð sem hæst. Það kom því sem þruma úr heiðskíru lofti þegar tilkynnt var að félagið hygðist sækja aukið hlutafé. Háðfuglar Internetsins hlupu af stað og á það var bent að tugir manna höfðu þá þegið laun úr hendi ríkisins í gegnum hlutabótaleiðina án þess að flugfélagið hefði ferjað svo mikið sem einn farþega á sínu lífsskeiði.

Þær gagnrýnisraddir þögnuðu þó þegar ljóst varð að félaginu tókst að sækja sér milljarða í aukið hlutafé, þar á meðal frá íslenskum lífeyrissjóðum. 

Fyrir á íslenskum flugmarkaði er svo auðvitað Icelandair sem gengið hefur í gegnum sínar eigin raunir á þessu sama tímabili. Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur svo til staðið í stað síðustu daga eftir að Play tilkynnti að þeirra fyrsta flug yrði flogið í júní. Í dag, sem fyrr sagði, hófst svo miðasalan á heimasíðu Playflyplay.is.

Glöggir netverjar tóku svo eftir því í morgun að lénið flyplay.dk, vísaði ekki, eins og við væri að búast á heimasíðu Play, heldur á heimasíðu Icelandir.

DV spurði bæði félögin hvort þau væru meðvituð um málið og hvort gjörningurinn væri á þeirra vegum.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði Play ekki bera ábyrgð á þessu og efast um að Icelandair gerði það heldur. „Einhver þriðji aðili að vera sniðugur,” skaut hann á í samtali við blaðamann.

Sömu sögu sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Sagði hún síðuna Flyplay.dk ekki á vegum Icelandair og að unnið væri að því að loka á tenginguna milli síðunnar og síðu Icelandair.

Enn er þó allt á huldu um hver ber ábyrgð á gjörningnum, en ljóst að sá er að búast við duglegri samkeppni flugfélaganna á milli og er sá vafalaust ekki einn um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“