fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Úr bankageiranum í malbikið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. maí 2021 09:30

Lilja Samúelsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Samúelsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Malbikstöðvarinnar og Fagverks. Lilja er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík en síðastliðin fimmtán ár hefur hún starfað á fyrirtækjasviði Landsbankans. Ráðning Lilju kemur til meðal annars vegna vaxtar fyrirtækjanna en þann vöxt má rekja til nýrrar og umhverfisvænnar malbikunarstöðvar á Esjumelum.

„Það er okkur orðið nauðsynlegt að fá manneskju eins og Lilju til starfa þar sem vöxturinn hefur verið mun hraðari og markaðshlutdeildin stærri en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2020. Við þurfum að setja frekari styrk í fjármálastjórnun og Lilja býr yfir þeirri reynslu og þekkingu sem til þarf,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar og Fagverks.

Malbikstöðin framleiðir umhverfisvænt hágæða malbik en Fagverk sérhæfir sig í malbikun og hafa fyrirtækin verið í rekstri í tæp 20 ár.

„Ég lít svo á að það sé nauðsynlegt að ögra sér í lífi og starfi og fagna því að fara núna aðeins út fyrir þægindarammann í allt annað umhverfi. Hjá fyrirtækjunum starfar frábær hópur fólks og ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem starfsemin hefur upp á að bjóða“, segir Lilja Samúelsdóttir, fjármálastjóri Malbikstöðvarinnar og Fagverks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum