fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Þjófur gripinn glóðvolgur eftir innbrot í skartgripaverslun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 23.30 var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun í miðborginni. Rúða hafði verið brotin og skartgripum stolið. Lögreglan handtók mann skömmu síðar og var hann með þýfið í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í bifreið í Bústaðahverfi. Karlmaður var handtekinn á vettvangi og skömmu síðar voru karl og kona handtekin en þau voru farin af vettvangi þegar lögreglan kom þangað en fundust ekki fjarri vettvangi. Þau skildu bifreið eftir sem þau eru sögð hafa komið akandi á á vettvang. Fólkið er grunað um hylmingu og brot á vopnalögum og var vistað í fangageymslu.

Í Garðabæ var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr heimahúsi. Húsráðendur voru að heiman um helgina og á meðan var brotist inn.

Á Heiðmerkurvegi í Hafnarfirði valt bíll á níunda tímanum. Engin slys urðu á fólki en flytja varð bifreiðina á brott með kranabifreið.

Á sjötta tímanum í gær hafði lögreglan afskipti af manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun í Kópavogi. Vettvangsskýrsla var gerð. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem viðkomandi kom við sögu í þjófnaðarmáli.

Á sjötta tímanum í gær var ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur en hann ók á 74 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst. Hann á sekt og ökuleyfissviptingu yfir höfði sér.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var staðinn að ítrekuðum akstri sviptur ökuréttindum.

Á tólfta tímanum var tilkynnt um umferðaróhapp og afstungu í Kópavogi. Lögreglan hafði afskipti af ökumanni og farþega í bifreið tjónvalds og eru þeir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, að hafa ekið án gildra ökuréttinda, vörslu fíkniefna og að hafa ekki numið staðar og gert ráðstafanir við umferðaróhapp. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli