fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú verið að skoða hvort efni sem Íslendingar setja á samfélagsmiðilinn Onlyfans flokkist sem framleiðsla og sala á klámi. Eins og mikið hefur verið fjallað um að undanförnu hafa margir Íslendingar tekjur af að selja nektarmyndir og myndbönd á Onlyfans.

„Það er verið að taka stöðuna á þessu með öðrum verkefnum. Það er mikið skilgreiningaratriði í dag hvað er klám,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanni kynferðisbrotadeilarinnar, í umfjöllun um málið í dag.

Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sá búi til eða flytji inn klám í útbreiðsluskyni, selur, útbýr eða dreifir á annan hátt klámritum, klámmyndum eða slíkum hlutum skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum.

„Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ er haft eftir Ævari um málið.

Aðspurður sagðist Ævar telja líklegt að hægt sé að gera tekjurnar af sölu efnis á Onlyfans upptækar ef um framleiðslu á klámi sé að ræða því þeirra sé þá aflað með ólögmætum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi