fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Krefst tveggja milljóna í bætur vegna hrottalegrar nauðgunar

Heimir Hannesson
Mánudaginn 3. maí 2021 22:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir einkar grófa nauðgun á heimili sínu haustið 2018. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu með því að hafa í tvígang reynt að þröngva getnaðarlimi sínum inn í endaþarm konunnar og í eitt skipti í leggöng hennar.

Þá er maðurinn sagður hafa nuddað kynfæri konunnar og sett lim sinn í lófa hennar og fróað sér með því að hreyfa hendi hennar.

Við verknaði mannsins gat konan ekki spornað sökum ölvunar og svefndrunga, að því er segir í ákærunni, en hún hlaut rispur við leggangaop af árás mannsins.

Saksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði allan sakarkostnaðar. Þá krefst hún tveggja milljóna í skaðabætur úr hendi mannsins. Á maðurinn yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi vegna brotsins, verði hann fundinn sekur um það.

Málið verður tekið til aðalmeðferðar 18. maí næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður þinghaldið lokað.

Uppfært 4. maí kl 10:00: Í fyrri útgáfu fréttar stóð að maðurinn hafi verið ákærður vegna nauðgunar árið 2008. Hið rétta er að atvikið mun hafa átt sér stað árið 2018, samkvæmt ákæru Héraðssaksóknara. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“