fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Þjóðleikhúsið má ekki auglýsa á Facebook – Segja nei við dýraníð

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikritið Nashyrningarnir eftir Ionesco verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Benedikt Erlingsson leikstýrir verkinu en það fjallar um hvernig hversdagslífið í litlum bæ breytist þegar íbúarnir fara að breytast í nashyrninga.

Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla að birta auglýsingar á Facebook og ákvað Þjóðleikhúsið að nýta sér það. Auglýsingarnar sýndu nashyrning en dýrið er í bráðri útrýmingarhættu og er stofninn mjög viðkvæmur. Facebook var ekki alltof sátt með auglýsingar leikhússins og lokaði á þær. Samfélagsmiðillinn vill meina að þær innihaldi dýraníð. Hvers vegna Facebook telur venjulega mynd af dýrinu vera dýraníð er ekki vitað.

Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir Kristjánsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins að von sé að misskilningurinn verði leiðréttur innan skamms.

„Við vitum ekki hvort Facebook líti svo á að við séum með lifandi nashyrning í húsinu sem við séum að reyna að koma í verð, eða hvort þau haldi að við séum að pakka nashyrningakjöti í handhægar neytendaumbúðir á grillið. Hvort heldur er, þá er þetta ákaflega spaugilegt og ekki hægt annað en að hlæja að þessu,“ segir Jón.

Verkið Nashyrningarnir var fyrst sýnt í Evrópu árið 1959 og sýndi Þjóðleikhúsið það árið 1961.

Menntaskólinn við Hamrahlíð sýndi leikritið árið 1989 og fór Benedikt Erlingsson með hlutverk í sýningunni. Hér á myndinni fyrir neðan má sjá hann lengst til vinstri en einnig má sjá leikarann Atla Rafn Sigurðsson lengst til hægri.

9. mars 1989, Menntaskólinn við Hamrahlíð, nemendur skólans setja upp leikritið Nashyrningarnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin