fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ráðist á starfsmann veitingahúss – Farþegi með þýfi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 05:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni. Þar hafði maður í annarlegu ástandi veist að starfsmanni. Árásarmanninum hafði ítrekað verið vísað út vegna brota á sóttvarnalögum. Þetta fór greinilega illa í hann því hann veittist að starfsmanninum með höggum og spörkum.

Manninum var haldið í tökum þegar lögreglan kom á vettvang og var hann handtekinn. Hann hótaði lögreglumönnum lífláti og sparkaði í einn þeirra. Hann var vistaður í fangageymslu. Við leit á honum fundust ætluð fíkniefni.

Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn í Vesturbænum en hann er grunaður um líkamsárás og þjófnað. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu. Um klukkan 20 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í miðborginni, tölvu var stolið.

Á tíunda tímanum lenti leigubifreiðastjóri í vandræðum með farþega sem gat ekki greitt fyrir aksturinn á Seltjarnarnesi. Farþeginn var með varning meðferðis sem er talinn vera þýfi. Lögreglan lagði hald á varninginn. Ætluð fíkniefni fundust á farþeganum.

Um klukkan 19 var ekið á bifreið í Breiðholti og að því búnu lét tjónvaldur sig hverfa á brott. Hann var handtekinn skömmu síðar en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Skömmu eftir miðnætti var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn í Breiðholti en hann er grunaður um innbrot og þjófnað. Hann var vistaður í fangageymslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin