fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: „Armando var góður gaur. Ég fíla ekki hvernig er talað um hann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. mars 2021 10:15

Armando Bequirai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn bæði innan og utan undirheima hafa lýst yfir efasemdum um þær fullyrðingar lögreglu að Armando Bequirai, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði þann 13. febrúar, hafi tengst undirheimum.

Ónafngreindar og óstaðfestar heimildir eru jafnan nokkuð vandmeðfarinn efniviður fyrir blaðamenn. En stundum er ekki hægt að leiðar slíkar raddir hjá sér. Allar götur frá því rannsókn á Rauðagerðismorðinu hófst hafa aðilar sem þekkja (mismikið) til Armandos eða sakborninga í málinu verið í sambandi við fjölmiðla. Er þar bæði um að ræða menn úr undirheimum, menn með tengsl við undirheima og einhverja sem falla í hvorugan hópinn, en þekkja þó til málsaðila. Tiltölulega lítið af þess um upplýsingum hefur ratað í fréttir, eðli þeirra samkvæmt.

Lögregla fullyrti á upplýsingafundi um Rauðagerðismálið í gær að Armando hefði tengst undirheimum. Aðilar sem þekktu til hans, bæði innan og utan undirheima, segja að svo hafi ekki verið.

Margir segja hann einfaldlega hafi verið duglegan og friðsaman mann. Vitað er að í starfi sínu við dyravörslu naut hann vinsælda meðal veitingamanna.

„Armando var góður gaur. Ég fíla ekki hvernig er talað um hann,“ segir ónefndur maður við DV, sem stendur utan undirheima.

Aðrir eigendur öryggis- og dyravörslufyrirtækisins sem Armando starfaði hjá og rak fullyrða einnig að hvorki hann né fyrirtækið hafi tengsl við glæpi.

Með því að greina frá þessu hér er engan veginn verið að draga upplýsingar lögreglunnar í gær í efa. En upplýsingarnar ná skammt og eru óljósar. Menn sem DV hefur rætt við vegna málsins spyrja: Hvað felst í því að tengjast undirheimum? Þær upplýsingar liggja ekki fyrir hvaða tengsl lögreglu telur að Armando hafi haft við undirheima.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi