fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Maríanna með óhugnanlega frásögn – „Þessi grimmd sem var þarna, þetta var ólýsanlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 18:00

Maríanna Csillag. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Csillag hefur sinnt hjálparstörfum víða um heim. Í hinni einstaklega grimmdarlegu og blóðugu borgararstyrjöld í Rúanda árið 1994, þegar um 800 manns af Tútsí-þjóðflokknum voru brytjuð niður í grimmdaræði sem knúið var áfram að kynþáttahatri og stanslausum áróðri, hjálpaði Maríanna miklum fjölda fólks að flýja.

Maríanna segir þessa sögu í þættinum „Okkar á milli“ á RÚV í kvöld.

Maríanna var staðsett í nágrannaríkinu Tansaníu þar sem hún hjálpaði Tútsum sem flúðu þangað frá Rúanda og leituðu skjóls fyrir grimmdaræðinu í flóttamannabúðum. Í kynningu á þættinum er drepið á hryllilega frásögn Maríönnu:

„Einn daginn þegar Maríanna kom keyrandi að búðunum sá hún fimm þúsund manna hóp sem nýlega hafði komið yfir landamærin, var orðinn örmagna og hafði ekki orku til að halda lengra. Hún gekk meðfram ánni til að kanna hvort fleiri væru að reyna að komast yfir og heyrði þá mikil læti og sá fólk öskra og hlaupa í átt að ánni.

Sumir svömluðu upp í báta til að sigla yfir, aðrir reyndu að stinga sér til sunds. Margir þeirra sem reyndu að leggjast til sunds urðu krókódílum að bráð en þeirra sem voru handsamaðir áður en þeir komust að ánni biðu grimmileg örlög. „Þeir voru hoggnir í spað með sveðjunni,“ segir Maríanna. „Ég verð að viðurkenna að ég sneri mér undan og skilaði innihaldi magans, kastaði bara upp. Mér fannst þetta alger hryllingur.“

En það var lítill tími til að kveinka sér og Maríanna tók sig saman í andlitinu og hóf að aðstoða helsært fólk sem komst yfir. „Þessi neyð. Þú ert að reyna að bjarga þér. Þú tekur sénsinn,“ segir Maríanna. „Þessi grimmd sem var þarna, þetta var ólýsanlegt.““

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“