fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Líkamsárás í Garðabæ – 5 handteknir – Ók á kyrrstæða bifreið og braut síðan rúðu í húsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Garðabæ. Hópur manna réðst á tvo menn og veitti þeim áverka. Fimm voru handteknir á vettvangi grunaðir um árásina. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Árásarþolarnir voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka þeirra.

Á fyrsta tímanum í nótt var bifreið ekið á kyrrstæða bifreið í Bústaðahverfi. Ökumaðurinn fór síðan út úr bifreið sinni og braut rúðu í íbúð í nágrenninu áður en hann settist aftur inn í bifreið sína og ók á brott. Lögreglumenn höfðu afskipti af honum skömmu síðar.

Í vesturhluta borgarinnar var maður handtekinn á þriðja tímanum fyrir hótanir, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“