fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Tobba kveður DV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 14:31

Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Marinósdóttir hefur látið af störfum sem ritstjóri DV eftir árslangan feril. Tobba, eins og hún er einatt kölluð, þurfti að velja á milli ritstjórastarfsins og reksturs fjölskyldufyrirtækis hennar sem hefur vaxið hratt. Hún fór yfir málið í tölvupósti til samstarfsmanna fyrr í dag, þar sem segir meðal annars:

„Ég hef tekið þá ákvörðun að segja starfi mínu sem ritstjóri DV lausu. Ég hef starfað hjá Torgi í að verða eitt ár núna. Það ár er búið að vera ótrúlega skemmtilegt eins og þið hafið líklega heyrt á hlátursköstunum. Ritstjórnarstarfið er krefjandi starf en um leið svo gefandi og ekki síst vegna þess hve mikið af hæfileikaríku og metnaðarfullu starfsfólki starfar hjá DV og hjá Torgi öllu.

Ástæða uppsagnar minnar er að ég á lítið fyrirtæki með móður minni sem hefur vaxið á ógnarhraða og nú er svo komið að ég get ekki lengur sinnt því aðeins á kvöldin. Ég mun hella mér alfarið út í rekstur á Náttúrulega Gott og Granólabarnum sem opnar vonandi í næsta mánuði.“

Tobba mun verða við störf hjá DV áfram næstu vikurnar eða þar til nýr ritstjóri hefur tekið við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp