fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Efasemdir meðal vísindamanna um að gossvæðinu hafi verið lokað vegna gasmengunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 13:30

Frá gossvæðinu. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingar viðrar efasemdir um þær upplýsingar sem Almannavarnir gáfu út í morgun, um að gasmengun hafi verið ástæða þessa að umferð um gossvæðið í Geldingadal á Reykjanesi var bönnuð í morgun. Einar segir að margt vanti hérna inn í upplýsingagjöfina en hann skrifar á Facebook:

„HÉR VANTAR FYLLRI UPPLÝSINGAR!

Ekkert óeðlilegt við það að loka á umferð við gossvæðið vegna veðurs í dag þegar ganga yfir dimm él og stormur með hryðjunum. Enda gul viðvörun í gildi.

Hins vegar klóra ég mér í kollinum yfir þeim fregnum að gasmengun í morgun hafi ekki mælst bara hættuleg, heldur MJÖG hættuleg!

Hér vantar talsvert upp á upplýsingagjöfina. Hvaða gas eða gös voru það sem mældust af háum styrk? Hvert er viðmiðið? Hvar var mælt nákvæmlega (það skiptir máli) og var þetta ein stök mæling eða hluti almennrar vöktunar?

Það sem verra er að engar upplýsingar er að finna um þessa mjög hættulegu gasmengun – ekki á síðu Almannavarna, ekki Veðurstofunnar og heldur ekki hjá Umhverfisstofnun. Þar eru leiðbeiningar m.a. þessar:

Í mengun yfir 14.000 µg/m3 ætti enginn að vera á ferðinni. Hér er átt við SO2 (brennisteinsgufur).

Frá því að gosið hófst hefur verið strekkingur lengst af af suðri og nú af suðvestri. Brennisteimssamböndin eru í blámóðunni sem stígur upp af gosopinu og hraunbreiðunni. Vissulega kunna að mælast gös, t.d. koltvísýringur og kolsýrlingur í nokkrum styrk norðan og norðaustanmegin, þ.e. í eimyrjunni miðri. En þangað fer heldur enginn sem aflað hefur sér upplýsinga og vill að bera ábyrgð á sjálfum sér.“

Lokunin innan gæsalappa

Ónefndur vísindamaður viðraði svipaðar efasemdir við blaðamann DV og velti því fyrir sér hvort lokað hafi verið vegna þess að björgunarsveitarfólk hafi verið örmagna frekar en að raunveruleg ógn hafi verið vegna gasmengunar.

DV bar málið undir Hjördísi  Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, sem sagði að stutta svarið hvað varðar lokunina í morgun væri vont veður og hætta á gasmengun. Af henni má skilja að raunverulegar mælingar hafi ekki legið að baki fullyrðingum um mengunarhættu. Samkvæmt fréttum RÚV í hádeginu mældist mengun yfir hættumörkum. Samkvæmt annarri frétt RÚV fundu björgunarsveitarmenn vel fyrir gasinu.

Hjördís sagði að lokunin í morgun hefði verið innan gæsalappa enda ekki hægt að tálma svæðið að fullu, alltaf kæmust einhverjir að. Lokunin er enn í gildi:

„Veðrið er slæmt á staðnum og við verðum að geta tryggt öryggi fólks. Við mælum gegn því að fólk fari á svæðið núna bæði vegna veðurs og gasmengunar.“

 

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1386739195019259&id=100010495749434

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa