fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Björgunarsveit lýsir miklum erfiðleikum á gossvæðinu – „Í gærkvöld fór svo allt í skrúfuna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 22:23

Björgunarsveitin Þorbjörn. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík lýsir miklum erfiðleikum við að hjálpa fólki sem villtist á gossvæðinu í Geldingadal á Reykjanesi í gærkvöld. Björgunarsveitarfólkið bendir á að þau séu bara sjálfboðaliðar að reyna að hlaupa undir bagga þegar erfiðleikar steðja að. Þau hafi engin völd til að taka ákvarðanir um lokanir eða aðrar hömlur við gossvæðið.

Þau segjast hafa verið stanslaust að störfum frá því gosið hófst á föstudagskvöld og vaktirnar séu langar:

„Frá því að eldgosið hófst um klukkan 21 á föstudagskvöld hefur sveitin ásamt öðrum sveitum af svæðinu verið að störfum stanslaust. Fólk skiptist á að fara að sofa og vaktirnar eru langar. Verkefni okkar í kringum svona eldgos eru aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi nýtum við þekkingu okkar og tækjabúnað til þess að aðstoða vísindamenn frá hinum ýmsu stofnunum við rannsóknir. Þessar rannsóknir hjálpa þessu sama fólki að átta sig betur á því hvað er í gangi og hvar hætturnar leynast. Í öðru lagi erum við að aðstoða Lögregluna á Suðurnesjum við ýmis verkefni. Verkefnin eru t.d. þau að upplýsa fólk við gosstaðinn um gasmegnun, hjálpa til við lokanir á leiðum og svo framvegis.“

Þau lýsa miklum og stigvaxandi erfiðleikum í sjálfboðaliðastarfinu á gossvæðinu og segja að á sunnudagskvöldið hafi allt farið í skrúfuna:

„Það er einfaldlega þannig að við fengum þetta eldgos beint í fangið og á stað sem er mjög óaðgengilegur. Þangað liggja hvorki gönguleiðir né vegslóðar sem gerir þetta verkefni mun flóknara fyrir okkur. Ofan á þetta hefur verið mjög hvasst og leiðinlegt veður. Á meðan við höfum verið að ná utan um ástandið hefur fólk í þúsundatali lagt leið sína á svæðið. Okkur þykir það mjög skiljanlegt og við vildum að við gætum tekið betur á móti öllum. Í gærkvöldi fór svo allt í skrúfuna og fólki gekk illa að komast frá eldgosinu sem endaði með fjölda örmagna fólks sem þurfti á aðstoð okkar að halda. Við vildum óska þess að staðan væri betri og viljum koma því á framfæri hér með að við björgunarsveitarfólk erum einfaldlega sjálfboðaliðar sem hlaupa undir bagga með ýmsum aðilum þegar á reynir. Við tökum ekki ákvarðanir um lokanir né skilgreind hættusvæði, stofnanir og lögregla gera það.“
Allt stendur þetta þó til bóta eins og farið er yfir í pistlinum en nýlokið er að stika nýja gönguleið að gosinu. Við hvetjum lesendur til að smella á tengilinn fyrir neðan, lesa þennan þarfa pistil og deila honum síðan, en þetta ágæta fólk sem skipar Björgunarsveitina Þorbjörn biður um það.

 

https://www.facebook.com/bjorgunarsveitinthorbjorn/posts/3818229841590414

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp