fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Umferðarslys á Vesturlandsvegi – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 16:23

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur fengið ábendingar um mikinn umferðarhnút á Kjalarnesi, nálægt Blikadalsá. Þær upplýsingar fengust hjá Guðbrandi Sigurðssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að tilkynning hefði borist kl. 15:30 um slys á Vesturlandsvegi á móts við Dalsmynni.

Sjúkrabíll og lögreglubíll eru á staðnum og hefur vettvangur verið aflokaður. Að sögn Guðbrands eru mögulega þrír slasaðir á en hann gat ekki staðfest það. Lögreglustöð 4 er með bíl á vettvangi en ekki hefur náðst samband við lögreglumann á þeirri stöð.

DV náði sambandi við Elínu Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón á Lögreglustöð 4. Sagðist hún ekki hafa frekari upplýsingar um málið þar sem hún væri ekki sjálf á vettvangi. Gat hún ekki staðfest fjölda slasaðra. Von er á frekari tíðindum síðar í dag.

Uppfært kl. 16:50

Að sögn Elínar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Lögreglustöð 4, lítur út fyrir að þrír hafi slasast í árekstri á Vesturlandsvegi sem varð upp úr kl. 15 í dag. Að líkindum eru áverkar þeirra ekki alvarlegir. Það eru þó ekki staðfest. Lögregla og sjúkralið eru enn að störfum á vettvangi. Frekari upplýsinga er að vænta á sjötta tímanum. Elín gat ekki svarað til um hvort búið væri að greiða úr umferðarhnút á Vesturlandsvegi sem myndaðist vegna slyssins.

Uppfærst kl. 17:20

Elín gat staðfest að þrír hefðu slasast í árekstrinum en enginn þeirra alvarlega, að virðist. Enginn var fluttur á slysadeild en sjúkrabíll kom á vettvang. Um var að ræða árekstur tveggja bíla og lentu ekki fleiri bílar í árekstrinum þrátt fyrir mikla umferð um Vesturlandsveginn en mikill umferðarhnútur varð í kjölfar óhappsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“