fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Maður á sjötugsaldri ákærður fyrir lífshættulegan ofsaakstur í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 12:00

Frá Reykjanesbæ. Mynd: Gunnar V. Andrésson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og fjögurra ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir stórhættulegan akstur í miðbæ Reykjanesbæjar. Atvikið átti sér stað þann 15. maí árið 2020. Maðurinn ók meðal annars upp á gangstétt og rétt framhjá barni á hlaupahjóli. Hefði háttalag mannsins getað haft hræðilegar afleiðingar.

Maðurinn er sagður hafa ekið bíl sínum rásandi, án nægilegrar tillitssemi og varúðar um Heiðarbraut í Reykjanesbæ, þaðan sem hann beygði viðstöðulaust út á Vesturgötu, í veg fyrir bíl sem ekið var um Vesturgötu þannig að lá við árekstri. Hann hafi síðan ekið út af akbrautinni og upp á gangstétt þar sem minnstu munaði að hann æki á vegfarendur. Síðan segir í ákærunni:

„Ákærði ók þaðan áfram vestur Vesturgötu, beygði suður Hólmgarð, þaðan sem hann beygði vestur Nónvörðu, suður Fagragarð þar sem kærði ók bifreiðinni uppá gangstétt, vestan akbrautar, rétt framhjá barni sem var þar á hlaupahjóli, sveigði bifreiðinni því næst aftur inná akbrautina, ók áfram suður Fagragarð, beygði viðstöðulaust vestur Aðalgötu, í veg fyrir umferð sem ekið var um Aðalgötu þannig að lá við árekstri, ók bifreiðinni áfram vestur Aðalgötu og út af akbraut skammt frá gatnamótum Aðalgötu og Vatnsholts þar sem hann sveigði bifreiðinni þvert yfir akbrautina í kjölfarið. Ákærði ók þar næst á grindverk og ljósastaur til móts við Vatnsholt lD, þar sem hann stöðvaði aksturinn. Með háttsemi sinni raskaði kærði umferðaröryggi á alfaraleið og stofnaði lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska með ófyrirleitnum hætti.“

Maðurinn telst með háttsemi sinni hafa brotið bæði hegningarlög og umferðarlög. Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest 23. mars í Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“