fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Sólon – Skuggalegar lýsingar á meintu ofbeldi ungs manns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 15:30

Fyrir utan Sólon. Mynd: Kolbeinn Tumi Daðason. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn manni fæddum árið 1993, fyrir ofsafengna líkamsárás á veitinga- og skemmtistaðnum Sólon í Bankastræti, fyrir rétt rúmlega ári síðan.

Maðurinn er sakaður um að hafa veist að manni sem fæddur er árið 1999, skallað hann, tekið hann kverkataki og slegið hann í andlit með krepptum hnefa nokkrum sinnum, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á höfði, roða í augum og eymslu í hægri kjálka.

DV hefur ákæruna í málinu undir höndum. Þar segir að meintur þolandi geri einkaréttarkröfu upp á eina milljón króna í skaðabætur vegna árásarinnar.

Í ákærunni er maðurinn einnig sakaður um annað brot sem á að hafa átt sér stað mánuði áður. Maðurinn virðist þá hafa verið handtekinn á Keflavíkurflugvelli og er honum gefið að sök að hafa ítrekað hótað lífláti og líkamsmeiðingum lögreglumönnum í lögreglubíl sem var á leiðinni frá flugstöðinni að lögreglustöðinni við Hringbraut 130 í Keflavík. Ekki kemur fram í ákærunni hvers vegna hann var handtekinn, eða hvers vegna hann var í lögreglubílnum.

Auk kröfu um refsingar er maðurinn krafinn um að greiða allan málskostnað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil