fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Örlagarík ferð 9 ára drengs inn á byggingarsvæði – Verktakinn neitaði bótaskyldu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 14:15

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2016 klifraði 9 ára drengur yfir tveggja metra háa girðingu á byggingarsvæði til að ná í bolta. Boltinn hafði borist þaðan frá gervigrasvelli við hliðina á byggingarsvæðinu en þetta var upp við skóla. Á girðinguna var fest skilti sem á stóð skýrum stöfum að óviðkomandi væri bannaður aðgangur.

Drengurinn varð fyrir slysi á byggingarsvæðinu og var tekist á um það fyrir dómstólum hvort hann ætti rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu byggingarverktakans. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, fimm og hálfu ári eftir atburðinn.

Drengurinn fór upp á sand- og malarhrúgu á byggingarsvæðinu til að freista þess að finna boltann. Stórgrýti var í hrúgunum, meðal annars ofarlega í þeim og ofan á þeim. Grjót rann af stað niður hrúguna og fór yfir drenginn, yfir bak hans og höfuð, og ofan á fótlegg hans.

Drengurinn var fluttur á slysadeild eftir atvikið og kom í ljós að hann hafði lærleggbrotnað. Hann hefur borið varanlegan skaða af slysinu og er metinn 5% öryrki.

Fyrir dómi var tekist á  um það hvort byggingaverktakinn hafi gert nægilega mikið til að halda fólki frá svæðinu eða hvort hann bæri ábyrgð á því að drengurinn hefði komist inn á svæðið og slasast þar. Byggingarverktakinn taldi sig hafa gert sitt með því að reisa tveggja metra háa girðingu og setja upp merkingu þess efnis að óviðkomandi væri bannaður aðgangur. Stefnandi taldi svo ekki vera og benti á að svæðið væri á skólalóð. Fram kom fyrir rétti að starfsmenn byggingarverktakans höfðu hvað eftir annað þurft að kasta boltumm sem rötuðu inn á byggingarsvæðið yfir girðinguna til barna sem voru að leik á gervigrasvellinum. Á kvöldin, eftir vinnutíma, fóru boltar líka yfir girðinguna og var það alls ekki einsdæmi að börn færu inn á svæðið til að leita að boltum.

Það var niðurstaða dómsins að byggingaverktakinn væri skaðabótaskyldur og því ætti drengurinn rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu hans. Ekki liggur fyrir hve há upphæð drengnum verður úrskurðuð úr tryggingunni. Einnig þarf byggingarverktakinn að greiða 12 hundruð þúsund krónur í málskostnað sem rennur í ríkissjóð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil