fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Smitin í lágmarki – „Þetta lítur rosalega vel út“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. mars 2021 11:19

Hjördís Guðmundsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt innalandssmit af Covid-19 greindist í gær en sá smitaði var í sóttkví. Þrír greindust með veiruna á landamærum. Á föstudag og laugardag greindist enginn innanlands en þrjú landamærasmit.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, er afar ánægð með stöðuna. „Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði hún í stuttu spjalli við DV.

En erum við þá sloppin við fjórðu bylgjuna?

„Við þurfum að bíða aðeins með að segja til um það. Það er alltaf ákveðin prósenta af þeim sem eru í sóttkví sem greinast jákvæð. En fólk er greinilega með okkur í þessu og það má alveg hrósa almenningi fyrir hvað hann hefur staðið sig vel. Ef þú hefur í huga hvernig gekk til dæmis um jólin þá er alveg greinilegt að fólk ætlar ekki að fá næstu bylgju. Það fór líka fullt af fólki í skimun að eigin frumkvæði eftir tónleikana í Hörpu á dögunum.“

Um þarsíðustu helgi greindist starfsmaður Landspítalans með breska afbrigði veirunnar. Hann hafði smitast af nágranna sínum sem bar veiruna inn í  landið. Starfsmaðurinn hafði farið á stóra tónleika í Hörpu á föstudaginn fyrir helgina. Engin smit hafa greinst hjá tónleikagestum í Hörpu umrætt kvöld, né á meðal starfsfólks og sjúklinga á Landspítalanum sem var í návígi við hinn smitaða.

Nokkur smit greindust hins vegar í kjölfarið úti í samfélaginu en síðan virðist útbreiðslan hafa stöðvast. Hjördís er sannfærð um að góð frammistaða almennings í persónulegum sóttvörnum skipti sköpum. „Fólk má alveg fá klapp á bakið fyrir hvað það er ákveðið í að standa sig. Hvergi í Evrópu eru eins lítil takmörk á því hvað maður getur gert og fólk vill ekki missa þetta frelsi,“ segir Hjördís.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum sínum um nýjar sóttvarnareglur. Ný reglugerð tekur gildi 18. mars. Ekki er vitað um innihald minnisblaðsins en ekki er búist við að sóttvarnalæknir leggi til frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum í bili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“