fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ragnar Þór endurkjörinn – Metþátttaka í kosningunum

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 12. mars 2021 14:19

Ragnar Þór, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endur­kjörinn sem for­maður VR. Þetta staðfestir Ragnar Þór í samtali við Vísi.

Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins eða um 28 prósent. Ragnar hlaut 63 prósent atkvæða.

Atkvæðagreiðslunni lauk á hádegi í dag en frambjóðendur voru boðaðir á fund klukkan 14 þar sem niðurstaðan var kynnt.

Alls voru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára.

Helga Guðrún Jónasdóttir hafði boðið sig fram á móti Ragnari og var kosningabarátta þeirra beggja verulega áberandi.

Niðurstöðurnar voru birtar rétt í þessu á vefsíðu VR.

Ragnar Þór hlaut 6.526 atkvæða á móti 3.549 atkvæðum Helgu Guðrúnar. Það gera um 63 prósent á móti 34 prósentum. 271 tóku ekki afstöðu eða 2,6 prósent.

Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára.

Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, 3.843 atkvæði
Jón Steinar Brynjarsson, 2.698 atkvæði
Helga Ingólfsdóttir, 2.757 atkvæði
Sigurður Sigfússon, 2.600 atkvæði
Kristjana Þ. Jónsdóttir, 2.566 atkvæði
Þórir Hilmarsson, 2.433 atkvæði
Harpa Sævarsdóttir, 2.521 atkvæði
Tóku ekki afstöðu, 3.162 atkvæði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu