fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir nauðgara og ofbeldismanni – Dró konuna upp í bíl og nauðgaði henni þar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. mars 2021 18:10

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag sekt manns sem sakaður var um að beita unnustu sína hrottalegu ofbeldi, misþyrma henni, frelsissvipta hana í eina og hálfa klukkustund og nauðga henni í bíl sem hann dró hana inni í.

Kveikjan að rifildi parsins var afbrýðisemi mannsins yfir sambandi konunnar við fyrri eiginmann hennar. Vændi hann konuna um framhjáhald með sínum fyrrverandi.

Parið sleit sambandinu um tíma vegna rifrildis á heimili konunnar sem endaði með því að hinn ákærði kýldi í gegnum hurð heima hjá konunni. Konan bjó með fyrrverandi eiginmanni sínum á meðan hún var í sambandi við hinn ákærða og var hann mjög ósáttur við það.

Í aðdraganda árásarinnar hótaði maðurinn bæði konunni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. Árásin á konuna var framin föstudagskvöldið 29. júní árið 2018 og er maðurinn meðal annars sakaður um að hafa haldið konunni nauðugri í bíl í fjórar klukkustundir. Landsréttur féllst ekki á að frelsissviptingin hefði verið svo löng og telur einungis sannað að maðurinn hafi haldið konunni í eina og hálfa klukkustund.

Maðurinn tók konuna kverkataki í bílnum og barði hana, auk þess að hafa við hana samfarir án hennar samþykkis. Í niðurstöðu Landsréttar er að finna þessar óhugnanlegu lýsingar á ofbeldinu:

„Ákærða er gefin að söknauðgun, frelsissvipting og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa, föstudagskvöldið 29. júní og aðfaranótt laugardagsins 30. júní 2018, ráðist að brotaþola með ofbeldi, haft við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum og með því að svipta hana frelsi í að minnsta kosti tvær til fjórar klukkustundir en samkvæmt ákærunni sló ákærði meðal annars brotaþola að minnsta kosti einu sinni í andlitið, hótaði henni og fyrrverandi eiginmanni hennar ítrekað lífláti, greip og hélt í fatnað hennar og hendur, henti henni í og dró hana eftir jörðinni, tók hana ítrekað kverkataki og herti að þannig að hún átti erfitt með andardrátt, þar af þrýsti hann í eitt skipti að auki hnjám sínum í bringu hennar þar sem hún lá í jörðinni, ýtti henni og sparkaði í hana, þvingaði hana í tvígang inn í bifreiðina eftir hún reyndi að komast undan, hélt henni þannig að hún komst ekki út úr bifreiðinni, klæddi hana úr buxunum, þvingaði fótleggi hennar í sundur, sleikti kynfæri hennar, lét hana hafa við sig munnmök, hafði samfarir við hana um leggöng og reyndi að setja getnaðarlim sinn í endaþarm hennar. Með þessari atlögu hafi lífi, heilsu og velferð brotaþola verið ógnað á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt. Af þessu hafi brotaþoli hlotið rauð og æðasprungin augu og mar og/eða rispur víðs vegar um líkamann, einkum á hægri úlnlið og upphandlegg, vinstri þumli, vinstri fram-og upphandlegg og öxl og fótleggjum.“
Þrátt fyrir að staðfesta sekt mannsins var það niðurstaða Landsréttar að lækka fangelsisrefsingu hans úr fjórum og hálfu ári niður í þrjú og hálft ár. Landsréttur staðfesti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar skaðabætur til konunnar og er hann dæmdur til að greiða henni tvær milljónir króna. Hinn ákærði þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins sem er upp á rúmar tvær milljónir króna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans