fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sauð upp úr á stefnumótinu – Barði stúlkurnar eftir að önnur þeirra kvartaði undan áreitni hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 19:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr á stefnumóti fjögurra ungmenna á Suðurnesjum eftir að önnur stúlknanna í hópnum kvartaði undan áreitni annars mannsins. Um er að ræða dómsmál sem rekið hefur verið fyrir Héraðsdómi Reykjaness undanfarið en dómur var kveðinn upp úr því í morgun. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárásir, kynferðislega áreitni og brot gegn barnaverndarlögum.

Mennirnir tveir höfðu boðið tveimur ungum stúlkum til sín á skemmistað. Stúlkurnar voru undir lögaldri. Mennirnir keyptu 50 skot (snafsa) og reyndu að fá stúlkurnar til að drekka sem mest. Samkvæmt framburði þeirra fyrir dómi drukku þær þó ekki mjög mikið en fundu þó vel á sér. Annar mannanna var mjög ágengur við aðra stúlkuna, káfaði á henni með ruddalegum hætti utan klæða að neðan en fór líka með höndina inn undir föt hennar að ofan og káfaði á brjóstum hennar.

Stúlkan komst við þetta í uppnám og kvartaði undan áreitninni við vinkonu sína. Þetta leiddi til harkalegra deilna stúlknanna við manninn eftir að þau voru komin út af skemmtistaðnum. Stúlkurnar segja að maðurinn hafi kallað þær ljótum nöfnum og sagst ætla að nauðga stúlkunni sem hann var að áreita. Hann tók þá stúlku síðan hálstaki og henti henni í jörðina. Leið yfir stúlkuna við árásina og mundi hún næst eftir sér þegar verið var að bera hana í hús. Þegar vinkona hennar reyndi að koma henni til varnar réðst hann einnig á hana.

Áverkar voru á báðum stúlkunum en þær leituðu til slysadeildar. Maðurinn neitaði sök en gat ekki gefið skýringar á því með hvaða öðrum hætti stúlkurnar hefðu getað fengið áverkana.

Hann var fundinn sekur um líkamsárásir og kynferðislega áreitni. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um brot á barnaverndarlögum þar sem talið var að aðrar lagagreinar sem hann braut hafi tæmt sök, þ.e.a.s. að það nægi að sakfella hann fyrir brot á greinum almennra hegningarlaga.

Brotin voru framin sumarið 2018 og hefur því orðið mikill dráttur á málsmeðferðinni. Þar er ekki við hinn ákærða að sakast og er þetta virt honum til refsilækkunar. Var ákvörðun um refsingu frestað og fellur hún niður ef hann heldur skilorð í tvö ár. Hann var hins vegar dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 450 þúsund krónur í miskabætur og hinni stúlkunni 200 þúsund krónur. Hann var ennfremur dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúma milljón.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi