fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ástin kulnaði á Hjallabraut og reikningurinn er fimm og hálf milljón

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona og karl á fertugsaldri hófu samband árið 2014 og slitu því í upphafi árs 2016. Þau tóku síðan saman aftur um mitt ár 2016 og í desember það ár keyptu þau saman íbúð í götunni Hjallabraut í Hafnarfirði. Um mitt sumar 2018 slitu þau sambandinu og konan flutti út úr íbúðinni en maðurinn bjó í henni áfram. Íbúðin var seld í lok nóvember 2018. Parið greindi á um hve mikið hvoru bar af söluverðinu.

Um þetta snýst dómsmál sem rekið hefur verið fyrir Héraðsdómi  Reykjaness en dómur var kveðinn upp í málinu í morgun. Maðurinn stefndi konunni til greiðslu um 15,7 milljóna króna en varakrafa hans hljóðaði upp á 6,9 milljónir.

Þó að meginlínur málsins séu einfaldar þá er það nokkuð flókið undir niðri og fléttast inn í það kyrrsetningarmál sem maðurinn höfðaði fyrr, á hlut konunnar í söluverði íbúðarinnar. Það hefur einnig áhrif á málið að parið var hvorki gift né í skráðri sambúð. Hins vegar liggur fyrir að þau voru bæði skráð eigendur að íbúðinni og hvort með 50% eignarhlut.

Íbúðin var seld fyrir 51 milljón króna. Þegar frá voru dregin áhvílandi lán og sölukostnaður kom til greiðslu rúmlega 17 og hálf milljón króna. Helmingur af fjárhæðinni rann til mannsins en hann fékk hlut konunnar kyrrsettan með úrskurði sýslumanns.

Manninum reiknast til að vegna mismikils framlag hans og konunnar til greiðslu afborgana af lánum á íbúðinni og að hann hafi lagt miklu meira til viðhalds hennar, meðal annars hafi verið skipt um parket á hans kostnað, þá sé hann í raun eigandi að tæplega 90% eignarhlut af íbúðinni, en ekki 50% eins og skráð var. Konan sagði hins vegar meðal annars í sínum málflutningi að í útreikningum mannsins væri ekki tekið tillit til þess sem hún hafi lagt af mörkum til kostnaðar við heimilishaldið í sambúð þeirra.

Það var í stuttu máli niðurstaða héraðsdóms að hafna aðalkröfu mannsins en samþykkja að miklu leyti varakröfu hans. Var konunni gert að greiða honum rétt rúmlega 5 og hálfa milljón króna. Kyrrsetningargerðin á eignarhlut konunnar sem hafði verið framkvæmd var staðfest að hluta, þ.e. af þessari upphæð, fimm og hálf milljón, rétt rúmlega.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“