fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Beit lögreglumann í fingur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 05:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp á Kjalarnes. Tjónvaldur stakk af frá vettvangi en akstur hans var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi. Ökumaðurinn og farþegi, par, voru handtekin grunuð um brot á skyldum vegfarenda við umferðaróhapp, akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur svipt ökuréttindum og fleira. Þegar taka átti blóð sýni úr manninum beit hann lögreglumann í fingur.

Á sjötta tímanum var ekið á ljósastaur á Seltjarnarnesi. Vitni sá ökumanninn ganga á brott frá vettvangi. Hann var handtekinn skömmu síðar og er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn reyndist vera kona á sjötugsaldri og var hún vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn í Hlíðahverfi, grunaður um þjófnað úr nokkrum verslunum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan 20 var kona flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild en hún er talin hafa dottið á andlitið í strætóskýli. Hún er grunuð um vörslu fíkniefna.

Síðdegis í gær voru tveir ökumenn kærðir fyrir ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK